Valgerđur Bjarnadóttir er viđskiptafrćđingur og varaţingmađur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördćmi norđur. Valgerđur lauk cand.oecon. prófi frá viđskiptadeild Háskóla Íslands voriđ 1975.

Árin 1975 – 1986 starfađi hún hjá Flugleiđum m.a. sem forstöđumađur hagdeildar fyrirtćkisins. Tćp tvö ár af ţessum (‘78 – ‘80) var Valgerđur fulltrúi í sjávarútvegráđuneytinu.

 

Í árslok 1986 fluttist Valgerđur til Brussel ţar sem hún starfađi í 15 ár. Fyrstu árin hjá Evrópusamtökum flugfélaga (Association of European Airlines), síđan í tvö ár sem sjálfstćđur ráđgjafi í samvinnu viđ lítiđ ráđgjafafyrirtćki, Prisma Consultans. Viđskiptavinir voru m.a. Samtök atvinnulífsins og Samtök iđnađarins, Japan Airlines og P&O flutningafyrirtćkiđ.

 

Síđustu átta árin í Brussel vann Valgerđur á ađalskrifstofu EFTA ţar í borg og var skrifstofustjóri skrifstofu sem hafđi međ fjármálaţjónustu og samgöngu- og fjarskiptamál ađ gera. Ţetta var á ţeim árum sem ný löggjöf í ţessum málaflokkum var innleidd í Evrópusambandinu og í framhaldi af ţví tekin upp í EES samninginn.

 

Haustiđ 2001 kom Valgerđur heim frá Brussel. Var fyrst framkvćmdastjóri Sjúkrahúsapóteksins ehf. ţar til ţađ ágćta fyrirtćki var innleitt í Landspítala – háskólasjúkrahús í apríl 2003 og hefur síđan veriđ sviđstjóri á sjúkrahúsinu nú sviđsstjóri innkaupa- og vörustjórnunarsviđs. Nýjast á náms- og atvinnuferli Valgerđar er ađ fá meistaragráđu í heilsuhagfrćđi frá Háskóla Íslands haustiđ 2008.

 

Í gegnum tíđina hefur Valgerđur skrifađ greinar í blöđ ţegar ţannig hefur legiđ á henni og undanfarin tvö ár reglulega pistla í Fréttablađiđ. Bein pólitísk afskipti Valgerđar eru ţau ađ hún var í landsnefnd Bandalags jafnađarmanna 1984 -1985. Í framkvćmdastjórn Samfylkingarinnar 2003 – 2005 og síđan í flokksstjórn Samfylkingarinnar.