Vigdís Grímsdóttir fćddist í Reykjavík ţann 15. ágúst 1953. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973, BA prófi í íslensku og bókasafnsfrćđi frá Háskóla Íslands 1978 og prófi í uppeldis- og kennslufrćđi frá Kennaraháskóla Íslands 1982. Hún stundađi kandidatsnám í íslenskum bókmenntum viđ Háskóla Íslands 1984 – 1985. Vigdís starfađi sem grunnskóla- og framhaldsskólakennari í Reykjavík og Hafnarfirđi til 1990 en hefur síđan nćr eingöngu fengist viđ ritstörf.

Fyrsta bók hennar, smásagnasafniđ Tíu myndir úr lífi ţínu kom út áriđ 1983 og síđan hefur hún sent frá sér ljóđabćkur, annađ smásagnasafn og skáldsögur, ţar af eina barnabók. Nýjasta verk hennar er bók um ćvi Bíbíar Ólafsdóttur. Vigdís hefur hlotiđ margvíslegar viđurkenningar fyrir ritstörf sín og bćkur hennar hafa veriđ ţýddar á önnur mál. Leikgerđir viđ tvćr skáldsagna hennar hafa veriđ settar upp á Íslandi og erlendis. Á nýársdag 2004 var kvikmynd Hilmars Oddssonar Kaldaljós frumsýnd, en hún er byggđ á samnefndri skáldsögu Vigdísar frá 1987.

Vigdís Grímsdóttir á tvö uppkomin börn. Hún býr í Reykjavík.