Kristín Marja Baldursdóttir fćddist 21. janúar 1949 í Hafnarfirđi. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970 og B.A. - prófi í ţýsku og íslensku frá Háskóla Íslands 1991. Einnig stundađi hún ţýskunám viđ Goethe Institut í Bremen í Ţýskalandi 1979-1980, sótti kennaranámskeiđ í Danmörku 1985 - 1986 og blađamannanámskeiđ í Ţýskalandi 1992. Ţá kenndi Kristín Marja viđ grunnskóla Reykjavíkur á árunum 1975 – 1988. Áriđ 1988 skipti hún um starfsvettvang og hóf störf sem blađamađur á Morgunblađinu ţar sem hún starfađi til ársins 1995.

Fyrsta skáldsaga Kristínar Marju, Mávahlátur, kom út 1995. Eftir henni hefur veriđ unnin leikgerđ sem sett var upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1998. Samnefnd kvikmynd Ágústs Guđmundssonar byggđ á sögu Kristínar var frumsýnd í Reykjavík haustiđ 2001 og hlaut fjölda verđlauna á Eddu-hátíđinni sama ár (Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverđlaunin). Kristín Marja hefur síđan sent frá sér fleiri skáldsögur, smásagnasafn og skrifađ ćvisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur skáldkonu, Mynd af konu, sem út kom 2001.

Kristín Marja er búsett í Reykjavík. Hún er gift og á ţrjár uppkomnar dćtur.